Skartgripaumhirða

Til þess að halda silfrinu glansandi og fallegu er gott að eiga silfurdipp og silfurklút.

Silfrinu er dýft í vökvann og skolað með vatni. Svo er gott að nudda með silfurklútnum. Best er að geyma silfrið í lokuðum umbúðum svo að loft kemst ekki að sem tærir silfrið. 

Best er að taka silfrið af fyrir sturtu og sund og heita potta.

Silfrið sem er gullhúðað með 14 kt gyllingu verður líka áfallið. Gott er að dýfa örstutt í silfur eða gullvökva og skola með vatni og nudda aðeins með klút. 

Gullhúðin getur afmáðst með tímanum en þá er ekkert mál að koma með það aftur í gyllingu.